Fjögur skref og þú ert kvitt

  • Þú auðkennir þig inn í Kvitt
  • Þú velur borga
  • Þú berð símann að litla kubbnum sem merktur er Kvitt
  • Þú staðfestir upphæðina

 … og ert búin(n) að borga.

Þú getur líka millifært, skoðað færslur og kannað stöðu reiknings með Kvitt.

Spurt og svarað

Hvað er Kvitt?

Kvitt er rafræn greiðsluleið í snjallsíma sem gerir þér kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með einföldum hætti. Greiðslur í Kvitt eru beinar millifærslur og eiga sér stað samstundis. 

Hvernig nota ég Kvitt?

Þú lætur starfsmann vita að þú ætlir að greiða með Kvitt, opnar Kvitt og velur Borga.  Við afgreiðslukassann er lítill kubbur merktur með Kvitt merkinu sem þú setur símann þinn við. Upphæðin birtist á símanum þínum og þú staðfestir greiðsluna.

Hvað fleira er hægt að gera í Kvitt?

Þú getur einnig millifært, skoðað færslur og kannað stöðu reiknings með Kvitt. 

Hvað þarf ég að gera til að geta notað Kvitt?

Þú nærð í Kvitt í Play Store eða í App store. Þú þarft að eiga snjallsíma með Android eða iOS stýrikerfi og hafa rafræn skilríki á SIM kortinu þínu. Hægt er að nota alla nýlega snjallsíma sem keyra stýrikerfi Android 4.3 eða nýrra eða iOS 5 eða nýrra.

Hvaða reikningur er tengdur við Kvitt?

Við stofnun á Kvitt aðgangi geturðu valið tvær leiðir.

Þú getur stofnað sérstakan Kvitt reikning eða tengt debetreikninginn sem þú notar í dag við greiðsluleiðina.

Til að hægt sé að tengja núverandi reikning þarf bankinn þinn að vera þátttakandi í Kvitt. 

Hvað er Kvitt reikningur?

Við nýskráningu í Kvitt er hægt að velja að stofna Kvitt reikning. Kvitt reikningurinn er ósköp venjulegur bankareikningur en er eingöngu ætlaður til notkunar í Kvitt.

Kvitt reikningar bera ekki vexti og ekki er hægt að sækja um yfirdrátt á Kvitt reikninga. 

Er aldurstakmark í Kvitt?

Til að stofna Kvitt reikning þarftu að vera 18 ára eða eldri. Ástæðan er sú að ekki er hægt að taka á móti umsóknum um stofnun reiknings eftir rafrænum leiðum fyrir einstaklinga sem eru yngri en 18 ára.

Hvar fæ ég rafræn skilríki í símann minn?

Þú færð rafræn skilríki hjá bönkum, sparisjóðum og Auðkenni. Allar frekari upplýsingar má finna á skilriki.is

Hvar get ég notað Kvitt?

Kvitt er alltaf að bæta við fleiri söluaðilum. Listi yfir þá söluaðila sem taka á móti Kvitt greiðslum er aðgengilegur í Kvitt appinu og hér á kvitt.is.

Hvar get ég séð Kvitt greiðslurnar mínar?

Þú getur séð allar Kvitt greiðslurnar þínar í færsluyfirlitinu í Kvitt appinu.

Eru einhver fjárhæðartakmörk í Kvitt?

Dagleg hámarksfjárhæð fyrir þá sem stofna Kvitt reikning er 250.000 kr. Hægt er að velja að hafa hámarksfjárhæðina lægri með því að stilla hana undir Stillingum appsins.

Hvað gerist ef ég greiði ranga fjárhæð?

Allar Kvitt greiðslur eru framkvæmdar á ábyrgð notenda. Ef leiðrétta þarf greiðslu fyrir vörur og þjónustu þá þarftu að nálgast söluaðilann eins og í öðrum hefðbundnum viðskiptum. 

Hvað gerist ef ég millifæri á rangan aðila?

Allar Kvitt greiðslur eru framkvæmdar á ábyrgð notenda. Ef leiðrétta þarf millifærslu þá þarftu að hafa samband við viðtakandann.

 

Hvað á ég að gera ef ég týni símanum mínum?

Ef þú týnir símanum þínum þá ráðleggjum við þér að loka fyrir notkun Kvitt við allra fyrsta tækifæri. Þú getur lokað Kvitt aðganginum þínum allan sólarhringinn hér á kvitt.is. Til að virkja aðganginn aftur þarftu að auðkenna þig í Kvitt appinu með rafrænum skilríkjum.

Hvað gerist ef ég gleymi leyninúmerinu mínu?

Ef þú gleymir leyninúmerinu þínu geturðu valið að auðkenna þig aftur með rafrænum skilríkjum og valið nýtt leyninúmer.

Hvað gerist ef ég fæ nýjan síma?

Þú hleður Kvitt inn á símann þinn og auðkennir þig með rafrænum skilríkjum á SIM-korti. 

Hvað gerist ef ég fæ nýtt símanúmer?

Ef þú færð nýtt símanúmer þarftu að hafa samband við Kvitt í síma 562-2980 eða á hjalp@kvitt.is. Við munum aðstoða þig við að tengja Kvitt við nýja símanúmerið.

Hver á Kvitt?

Kvitt er í eigu Kvitt ehf. sem er nýtt félag í eigu RB (Reiknistofu bankanna) sem sinnir þróun Kvitt greiðslulausnarinnar. 

RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað og rekið megingreiðslukerfi landsins, auk fleiri fjármálalausna, síðustu áratugina. Helstu viðskiptavinir RB eru fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. RB er í eigu íslenskra banka, sparisjóða og kreditkortafyrirtækja.

Hversu öruggt er að nota Kvitt?

Kvitt appið er þróað og rekið í samstarfi við Reiknistofu bankanna (RB) sem hefur áratuga reynslu af öruggum rekstri greiðslukerfa. Kvitt appið byggir á öflugum gæða- og öryggisferlum RB og hefur auk þess farið í gegnum ítarlegar öryggisprófanir hjá Syndis.

Til að tryggja öryggi verður þú þó að passa vel upp á að enginn annar komist yfir leyninúmerið þitt í Kvitt.